Skilmálar

Þessi vefur er í eigu Systrabönd Handlitun. Systrabönd starfa undir Garnflækja sf.

Við áskiljum okkur rétt til að uppfæra skilmálana og hvetjum þig til að kynna þér þá áður en þú notar vefinn. Með því að nota vefinn samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

Garnflækja sf. (Systrabönd Handlitun)

Ægisgata 10

625 Ólafsfjörður

Ísland

Vsk. nr.: 135187

Kt: 560719-0510

Netfang: systrabond@systrabond.is og fanneykristin@gmail.com

Sími: 8479828

Notkun vefs

Notendum vefsins er ekki heimilt að nota og/eða deila neinum þeim texta, myndum og vörum sem finnast á vefnum með ósamþykktum hætti. Notendur hafa ekki leyfi til að dreifa á þessum vef eða í gegnum þennan vef, undir neinum kringumstæðum, net- eða vefföngum sem kunna að tengjast þessum vef, vírusum, tölvuormum eða öðru sem telst vera eyðileggingartól.

Öryggis- og persónuskilmálar

Þær persónuupplýsingar sem gefnar eru upp þegar viðskiptavinur framkvæmir kaup á þessari vefsíðu, er farið með sem trúnaðarupplýsingar og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.

Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Óski viðskiptavinur eftir því að persónuupplýsingum verði eytt úr gagnagrunni okkar, skal senda beiðni um það á systrabond@systrabond.is.

Greiðslumáti

Þú getur greitt með millifærslu eða korti.

Greiðslur með korti fara í gegnum örugga greiðslugátt Teya.

Virðisaukaskattur er innifalinn í verðum sem birt eru á síðunni. Sendingargjald bætist við áður en gengið er frá kaupum og greiðslu.

Sendingarmáti

Greiddar vörur er hægt að sækja á Laugarveg 31, Siglufirði, eða fá sendar með Íslandspósti. Þegar um ræðir sendingu með Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspóst. Samkvæmt þeim skilmálum bera Systrabönd ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru i flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá okkur er tjónið á ábyrgð kaupanda. Við sendum vörur alltaf frá okkur eins fljótt og auðið er, en getum ekki ábyrgst tafir eða aðrar uppákomur hjá Íslandspósti.

Skattar og tollar

Verð á þessum vef eru birt með virðisaukaskatti. Skattar og tollar gætu bæst á ef sent er út fyrir Ísland. Fyrir pantanir utan Íslands, vinsamlegast hafið samband við systrabond@systrabond.is

Skila og skipti

Ávallt er velkomið að skila eða skipta vöru sem þegar er greidd, að því gefnu að hún sé heil.

Ekki er hægt að skila útsöluvörum.

Skila vöru og skipta

Viljir þú skila vöru, fæst inneign hjá Systraböndum.

Þú þarft að skila vörunni eða skipta í sölulegu ástandi innan 14 daga frá móttöku til þess að fá inneign eða vöru skipt. Við áskiljum okkur rétt til að meta hvort varan er endurseljanleg og tökum ekki við vörum teljum við þær vera óseljanlegar. Til dæmis ef hespa hefur verið undin upp í köku eða hnikil, eða orðið fyrir skaða.

Sendingarkostnaði varðandi vöru sem skilað er eða skipt, er samkomulag hverju sinni.

Við berum ekki ábyrgð á vörum sem skilað er eða skipt á meðan þær eru í póstferli.

Vinsamleg ábending er varðar handlitað garn:

Engar 2 hespur eru nákvæmlega eins. Við litum í litlu upplagi og jafnvel hespur litaðar í sömu lotu geta borið með sér örlítinn litamun. Þegar prjónuð eru stærri verkefni mælum við ávallt með því að prjónað sé úr hespum til skiptis til að fá jafnari áhrif litar.

Við leytumst alltaf við að taka myndir sem sýna sem best raunverulegan lit garnsins. Því miður skila litir sér ekki alltaf eins á milli skjáa og getum við ekki ábyrgst að varan sem kaupandi fær í hendurnar sé nákvmælega eins og hún sást á skjá hjá viðkomandi.

Hvert á að senda vöru sem á að skila/skipta

Vörum sem á að skila/skipta þarf að koma á þetta heimilisfang:

Laugarvegur 31

Bt/Fanney Kristín Vésteinsdóttir

580 Siglufjörður

Ísland

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur vefverslunar Hex Hex dyeworks, á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.